Bocuse D´or Akademían og Innnes ehf undirrituðu samstarfssamning þann 6. júní síðastliðin þess efnis að Innnes verði bakhjarl Bocuse D´or Akademíunar fram til ársins 2018.  Markmið samningsins er að styrkja Viktor Örn Andrésson sem keppa mun fyrir Íslands hönd í Bocuse D´or  keppninni í Lyon í Frakklandi í janúar 2017.  Það voru Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes, Sigurður Helgason og Eiríkur Ingi Friðgeirsson frá Bocuse D´or Akademíunni sem undirrituðu samninginn.

Innnes er því orðinn stoltur bakhjarl Bocuse D´or Akademíunar. Ísland hefur náð góðum árangri í Bocuse D’or keppninni undanfarin ár og vonumst við hjá Innnes að með stuðningi okkar verði svo áfram. Ísland hefur á að skipa framúrskarandi matreiðslumönnum sem eru landi og þjóð til sóma og náð hafa góðum árangri á erlendri grundu.