Bocuse d‘Or Akademía Íslands leitar nú að næsta keppanda fyrir hönd Akademíunnar í hina virtu matreiðslukeppni Bocuse d‘Or.  Evrópuforkeppni Bocuse d‘Or mun fram fara í Svíþjóð í maí 2014.

Úrslitakeppnin verður svo venju samkvæmt haldin í Lyon, Frakklandi í janúar árið eftir.  Þangað stefnir Akademían hiklaust á að senda sinn fulltrúa.
Óskað er eftir umsóknum frá metnaðarfullum matreiðslumönnum sem getið hafa sér gott orð í faginu og náð hafa 23 ára aldri.  Æskilegt er að viðkomandi hafi keppnisreynslu á sviði matreiðslu.  Skilyrt er að umsækjandi sé sterkur og heilsteyptur einstaklingur sem ber af sér góðan þokka, þar sem gríðarmikið andlegt álag fylgir þátttöku í jafn krefjandi keppni og hin óopinbera heimsmeistarakeppni er.

Áhugasömum umsækjendum er bent á að hafa samband við Sturlu Birgisson í síma 6946311 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] fyrir 1. maí 2013.

Akademían mun fara yfir hverja umsókn fyrir sig og svara öllum efnislega innan tveggja vikna. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

f.h. Bocuse d‘Or Akademíu Íslands, Björgvin Mýrdal